Huliðsheimar Íslands og Akureyrar

Eru blómálfar í blómi og dvergar í steini?

Um

Erla Stefánsdóttir sjáandi, sá og skynjaði bylgjulengdir sem ná langt út fyrir það sem venjuleg mannleg augu sjá og skynja. Kortin, Íslands vættir og orkulínur og Huliðsheimar Akureyrar, eru teiknuð og unnin út frá sýn og teikningum Erlu. Íslands vættir og orkulínur er leiðarvísir að helstu orkustöðvum og orkulínum Íslands fyrir þau sem vilja finna leiðina að innstu leyndarmálum náttúrunnar. Huliðsheimar Akureyrar sýna ýmis hugform og hulduverur og bústaði þeirra. Þessi kort eru teiknuð og unnin í þeirri von að þú og allir þeir sem skoða kortin beri virðingu fyrir náttúrunni og landinu.

Erla

Öll form lífsins eru hlaðin lífsorku, sem streymir og hljómar líkt og fögur hljómhviða og er innri birting efnisins. Náttúran öll er lifandi og í hverjum húsagarði eru trjáverur, blómálfar og grasálfar. Jafnvel íbúar í klettum og litlir jarðdvergar í smáum húsum sem sýnast steinar.

Móðir jörð er lifandi vera gædd mætti, vitund og lífi. Landið okkar er einstakt og býr yfir ótrúlegri fegurð sem gleður mannsaugað og nærir sálina. Skynjun mín er sérstök og vil ég biðja þig að taka henni sem hverju öðru ævintýri. Ef þú vilt upplifa með mér ævintýrið skaltu skoða kortin, horfa og finna með hjartanu.

Erla Stefánsdóttir

Útgefið

1000kr
Íslands vættir og orkulínur (2014)
Kort gefin út á íslensku, ensku og þýsku.

1000kr
Huliðsheimar Akureyrar (2008)
Kort gefin út á íslensku, ensku og þýsku.

4000kr
Lífssýn mín (2003)
Bók gefin út á íslensku. Þýska útgáfu er hægt að nálgast hjá forlaginu Neue Erde.

2000kr
Örsögur (2007)
Bók gefin út á íslensku, ensku og þýsku hjá hjá forlaginu Neue Erde..

Sölustaðir

Hægt er að kaupa kortin Íslands vættir og orkulínur og Huliðsheimar Akureyrar á eftirfarandi stöðum:

Verslunin Flóra
Hafnarstræti 90, Akureyri
www.floraflora.is
Safnbúð Listasafns Íslands
Fríkirkjuveg 7, 101 Reykjavík
www.listasafn.is
Katrín Jónsdóttir
Sunnuhlíð, 606 Akureyri
katjons1@gmail.com