Huliðsheimar Akureyrar

 
 

"Akureyri og nágrenni gæti heitið “Sólarbyggð”, ekki bara vegna þess að þar er birta sólarinnar, heldur er bærinn staðsettur á einni af sterkustu orkulínum landsins sem liggur frá höfuðstöð landsins, Hofsjökli, til hálsstöðvar landsins, Kaldbaks. Hálsstöðin gegnir því hlutverki að vernda náttúruverurnar.

Á Akureyri og hér í kring er sérstaklega líflegt. Hér finnast jarðálfar, ljósálfar, álfar, dvergar, huldufólk, ljúflingar, tröll, leirverur, skógarverur, trjáverur, blómálfar, englar og vættir fjalla og landssvæða.”

Þetta eru orð Erlu Stefánsdóttur píanókennara og sjáanda. Hún er höfundur að kortinu Huliðsheimar Akureyrar sem hér er hægt að panta.


Huliðsheimakort Akureyrar og Íslands Vættir og Orkulínur eru gefin út á
íslensku, ensku og þýsku og fást á eftirtöldum stöðum:


Verslunin Flóra, Hafnarstræti 90, Akureyri.  www.floraflora.is

flora.akureyri@gmail.com 

Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Hofi, Akureyri

Katrín Jónsdóttir s. 895-7333.

katjons@internet.is


Verð Huliðsheimakorts kr. 2.000

Verð Vættakorts kr. 2.000

Íslands vættir og orkulínur.

Leiðarvísir að helstu orkustöðvum og orkulínum Íslands fyrir þau sem vilja finna leiðina að innstu leyndarmálum náttúrunnar.

Gefið út 2014.

Mjög fallegt kort með nánari útskýringum Erlu af hverri orkustöð. Magnað kort til að taka með sér í ferðalag um Ísland.


Útgefið eftir Erlu Stefánsdóttur:


Lífssýn mín. 2003


Örsögur Erlu. 2007


Huliðsheimakort Akureyrar. 2008


Íslands vættir og orkulínur. 2014

 

Englabærinn Akureyri

Eru blómálfar í blómi og dvergar í steini? Eru verndarenglar til?

Von okkar sem stöndum að útgáfu Huliðsheimakorts Akureyrar er að auka virðingu og umhyggju fyrir náttúrunni og því undri sem lífið er. Það er svo miklu meira til en augað sér!


Huliðsheimakort

Skynjun mín er sérstök og vil ég biðja þig að taka henni sem hverju öðru ævintýri. Náttúran sem og jörðin hefur tíðnisvið í sjö sinnum sjö víddum. Á Akureyri eru verur á sjö tíðnisviðum og orkulínur í þremur víddum. Hugformin eru í þremur víddum. Þetta kort er teiknað og unnið í þeirri von að þú og allir þeir sem sjá það beri virðingu fyrir náttúrunni og landinu. Mér finnst skipta mestu máli að við finnum að við erum öll ein heild. Það er sú hugsun sem hvetur mig til að koma skynjun minni á framfæri.

Ef þú vilt upplifa með mér ævintýrið skaltu skoða kortið, horfa og finna með hjartanu. Farðu á þá staði sem þér líst á og notaðu hugleiðinguna. Þá gæti þessi ævintýraheimur opnast þér.

Njóttu í þögn og gleði.


                    Erla Stefánsdóttir


Vinkona mín, Erla Stefánsdóttir sjáandi, hefur dásamlegt auga. Hún sér og skynjar bylgjulengdir sem ná langt út fyrir það sem venjuleg mannleg augu sjá og skynja. Mig hefur lengi langað að biðja hana að teikna huliðsheima og hulduverur Akureyrar. Kæri vinur, hér er kortið. Gakktu inn í náttúruna og ævintýrið með okkur.

Með friðar- og kærleikskveðjum,


Katrín Jónsdóttir, útgefandi kortsins